Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar 25. mars 2025 09:00 Endurtekið hafa stjórnmálaflokkkar á síðustu árum talað fjálglega um að bæta geðheilbrigðisþjónustuna. Í því sambandi hefur endurtekið verið rætt um andlega heilsu ungmenna, sem höndla ekki að takast á við nám eða störf. Þar í hópi eru einstaklingar með erfið andleg vandamál, þunglyndi, kvíða og einkenni um erfiðan geðklofasjúkdóm , þroska – og hegðunarvandamál sem m.a. eru í einhverfurófinu. Ennfremur er stór hópur ungmenna sem stríðir við ADHD svo ekki sé talað um vaxandi neyslu ólöglegra fíkniefna. Í Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins frá 21.desember 2024 er þetta um stefnuna í geðheilbrigðismálum í lið 14 „ Með fjárfestingu sem styrkir stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu um land allt. Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Skipulega verður dregið úr skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu með hagnýtingu tækni og nýsköpunar. Áfram verður stuðst við fjölbreytt rekstrarform þó að þungamiðja þjónustunnar verði í opinberum rekstri.“ Fyrsta skref ríkisstjórnarinnar er að draga úr nauðsynlegri þjónustu fyrir ungt fólk með því að leggja af einu virku þverfaglegu endurhæfinguna sem í boði er þ.e. Janus ehf. Unga fólkið sem stríðir við alvarlegan geðvanda sem leitt hefur af sér að viðkomandi dettur út úr skóla við 14-16 ára aldur, einangrast, fer ekki á vinnumarkað og nær ekki tilskilinni færni til að sinna jafnvel athöfnum daglegs lífs, lenda í neyslu og oft afbrotum með alvarlegum afleiðingum s.s. fangelsisvist. Þessir einsraklingar ná ekki að þroskast eðlilega, bæði tilfinngalega og félagslega. Þeirra bíður að verða undir í lífsbaráttunni ef ekkert að gert. Gleggsta dæmið sýna t.d. stórar bandarískar rannsóknir á ADHD. Þeir sem fá greiningu strax í æsku og viðeigandi meðferð ná árangri námi, falla síður út úr skóla, lenda síður í neyslu eða glæpum, meðan þeir sem ekki fá viðeigandi meðferð detta út úr skóla, haldast illa á vinnumarkaði og lenda frekar í neyslu, afbrotum og glæpum. Viðeigandi meðferð hefur því gífurlegt forvarnargildi. Janus endurhæfing var stofnuð árið 2000 vegna fjölgunar öryrkja í þjóðfélaginu og skorts á úrræðum fyrir þá einstaklinga sem höfðu dottið af vinnumarkaði sökum heilsubrests. Starfsemin hófst sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Verkefnið tókst vel og var í framhaldinu tekin ákvörðun um að halda áfram. Markmið starfseminnar var og er að endurhæfa einstaklinga með skerta starfsgetu út í atvinnulífið og/eða nám og auka lífsgæði þeirra með stuðningi þverfaglegs teymis.Það er að öllu leyti skýrt að Janus endurhæfing er og hefur verið allt frá stofnun árið 2000 læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing, enda stofnuð með aðkomu heilbrigðisráðuneytisins í samvinnu við lífeyrissjóði og stéttarfélög. Janus endurhæfing hefur því sinnt starfs- og atvinnuendurhæfingu í 25 ár fyrir þá sem þurfa sérsniðna þverfaglega læknisfræðilega nálgun við að komast aftur í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Sérfræðingar Janusar endurhæfingar teljast því ekki til nýgræðinga á sviðinu. Það er því veruleg þversögn að aðferðafræði Janusar endurhæfingar feli ekki í sér atvinnutengingar þegar það á við eða að það stangist á við vísindalega sannreyndar aðferðir og nálganir. Aðferðafræði Janusar endurhæfingar byggir á vísindalegum grunni og gerir ráð fyrir umtalsverðri, sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, fyrir og meðfram atvinnu- eða námi. Yfir 50% þátttakenda, allt frá upphafi starfseminnar til og með ársins 2024, hafa farið í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. VIRK starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður 8 árum eftir stofnun Janusar endurhæfingar og hefur verið með þjónustusamning í gildi við Janus endurhæfingu síðustu 14 ár. Frá upphafi lá fyrir að læknir/læknar tilheyrðu þverfaglegu teymi Janusar endurhæfingar og sinntu m.a. greiningavinnu eins og t.d. einhverfugreiningum. Þessi nálgun væri nauðsynleg m.a. til að komast að rót vanda einstaklingsins og þannig hægt að veita viðeigandi og árangursríka endurhæfingu. VIRK endurhæfingarsjóður heyrir undir velferðarráðuneytið, en ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Víðast á vesturlöndum heyrir endurhæfing eðli máls samkvæmt undir heilbrigðismál. Hvað kemur fyrst, eggið eða hænan? Frumorsök þess að einstaklingur þarfnast starfsendurfæfingar er oftast heilbrigðisvandamál, andleg eða líkamleg. Félags- og atvinnuvandamál eru oftast afleidd vandamál. Framan af gátu læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk vísað einstaklingum beint til Janusar þar sem þverfaglegt teymi fjallaði um umsóknirnar. Fyrir rúmum einum og hálfum áratug var þessu breytt og sjálfræðið tekið af Janus endurhæfingu, þar sem ákveðið var að allar beiðnir færu til Virk, sem tók ákvörðun um hvort viðkomandi fengi þjónustu hjá Janus eða ekki. Þarna var stigið óheilla spor, því að þekking á vanda og þörfum þeirra sem stríða við alvarlegan geðvanda var og er langtum meiri hjá þverfaglegu teymi Janusar en hjá Virk. Að veita ekki nægilegar fjárveitingar til Janusar er aðför að geðendurhæfingu ungs fólks með fjölþætt vandamál. Ótrúlegt þykir að ráðherrar velferðarmála og heilbrigðismála ætli að láta það gerast að 25 ára farsælu geðendurhæfingarúrræði verði lokað. Janus endurhæfing, sem byrjaði sem nýsköpunarfyrirtæki, hefur sérhæft sig í endurhæfingu fyrir jaðarsettan, viðkvæman hóp ungs fólks. Ekkert sambærilegt úrræði er í sjónmáli fyrir þennan hóp. Þeir einstaklingar sem eru á biðlista Janusar endurhæfingar hafa hvergi aðgengi að sambærilegri endurhæfingu og nú er í boði þar. Eigendur Janusar endurhæfingar buðu ríkinu starfsemina að gjöf. Ástæða þess var að mikilvægt þótti að vernda þegar sannreynda starfsemi Janusar endurhæfingar fyrir ofangreindan hóp. Skilyrði með gjöfinni var því að starfsemin fengi að halda áfram óbreytt meðan yfirfærsla þekkingar ætti sér stað. Þótti það nauðsynlegt þar sem um er að ræða einstaka uppbyggingu og nálgun sem hentar þessum hópi. Afar sérstakt þykir að enginn í núverandi ríkistjórn hafi komið í heimsókn og kynnt sér þessa starfsemi, sem hefur skilað yfir 50% árangri sl. 25 ár, heldur samþykki með þögninni og/eða afboðuðum heimsóknum að taka þátt í lokun þessa mikilvæga úrræðis fyrir ungt fólk. Orð einstaklinga í Janusi endurhæfingu vegna lokunar; „hvers virði erum við í augum yfirvalda Þverfaglegt teymi kemur að endurhæfingunni allra þátttakenda í Janus en í teyminu eru iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, sálfræðingur og geðlæknir. Aðrir sérfræðingar t.d úr atvinnuteymi, félagsráðgjafi eða fjölskyldufræðingur eru kallaðir til eftir þörfum. Teymið fundar vikulega og nýta þátttakendur þjónustu teymisins í gegnum tengilið. Hjá Janusi endurhæfingu starfa á þriðja tug sérfræðinga fyrir utan aðra utanaðkomandi þjónustu. Mest öll starfsemi Janusar fer fram í rúmgóðu húsnæði að Skúlagötu 19. Öll sérfræðiþjónusta er veitt á staðnum og notendur þurfa ekki að sækja þjónustu s.s iðjuþjálfun, sálfræðiviðtöl eða félagsráðgjöf út fyrir staðinn. Fyrir þennan hóp er mikilvægt að sem mest af meðferðinni fari fram á sama stað. Einfaldir hlutir vaxa þessum einstaklingum oft í augum og þurfa oft heimsóknir og vitjanir til þess að koma sér af stað. Því er spurningin til ráðamanna. Hvers vegna að leggja það af sem reynst hefur vel og skilað hefur frábærum árangri? Er tilgangurinn að stofnanavæða þessa starfsemi ef marka má svar Ingu Sæland velferaðráðherra við fyrirspurn Jens Garðars Helgasonar alþingismanns nýverið. Hún segist vera horfa til Reykjalundar, sem að mínu mati er fráleitt. Geðendurhæfing fyrir þann hóp sem Janus sinnir á heima miðsvæðis í höfuðborginni. Ríkissstjórn Íslands standið nú í báða fætur og tryggið starfsemi Janusar endurhæfingar til framtíðar. Höfundur er geðlæknir með áratuga starfsreynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Endurtekið hafa stjórnmálaflokkkar á síðustu árum talað fjálglega um að bæta geðheilbrigðisþjónustuna. Í því sambandi hefur endurtekið verið rætt um andlega heilsu ungmenna, sem höndla ekki að takast á við nám eða störf. Þar í hópi eru einstaklingar með erfið andleg vandamál, þunglyndi, kvíða og einkenni um erfiðan geðklofasjúkdóm , þroska – og hegðunarvandamál sem m.a. eru í einhverfurófinu. Ennfremur er stór hópur ungmenna sem stríðir við ADHD svo ekki sé talað um vaxandi neyslu ólöglegra fíkniefna. Í Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins frá 21.desember 2024 er þetta um stefnuna í geðheilbrigðismálum í lið 14 „ Með fjárfestingu sem styrkir stoðir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu um land allt. Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Skipulega verður dregið úr skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu með hagnýtingu tækni og nýsköpunar. Áfram verður stuðst við fjölbreytt rekstrarform þó að þungamiðja þjónustunnar verði í opinberum rekstri.“ Fyrsta skref ríkisstjórnarinnar er að draga úr nauðsynlegri þjónustu fyrir ungt fólk með því að leggja af einu virku þverfaglegu endurhæfinguna sem í boði er þ.e. Janus ehf. Unga fólkið sem stríðir við alvarlegan geðvanda sem leitt hefur af sér að viðkomandi dettur út úr skóla við 14-16 ára aldur, einangrast, fer ekki á vinnumarkað og nær ekki tilskilinni færni til að sinna jafnvel athöfnum daglegs lífs, lenda í neyslu og oft afbrotum með alvarlegum afleiðingum s.s. fangelsisvist. Þessir einsraklingar ná ekki að þroskast eðlilega, bæði tilfinngalega og félagslega. Þeirra bíður að verða undir í lífsbaráttunni ef ekkert að gert. Gleggsta dæmið sýna t.d. stórar bandarískar rannsóknir á ADHD. Þeir sem fá greiningu strax í æsku og viðeigandi meðferð ná árangri námi, falla síður út úr skóla, lenda síður í neyslu eða glæpum, meðan þeir sem ekki fá viðeigandi meðferð detta út úr skóla, haldast illa á vinnumarkaði og lenda frekar í neyslu, afbrotum og glæpum. Viðeigandi meðferð hefur því gífurlegt forvarnargildi. Janus endurhæfing var stofnuð árið 2000 vegna fjölgunar öryrkja í þjóðfélaginu og skorts á úrræðum fyrir þá einstaklinga sem höfðu dottið af vinnumarkaði sökum heilsubrests. Starfsemin hófst sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Verkefnið tókst vel og var í framhaldinu tekin ákvörðun um að halda áfram. Markmið starfseminnar var og er að endurhæfa einstaklinga með skerta starfsgetu út í atvinnulífið og/eða nám og auka lífsgæði þeirra með stuðningi þverfaglegs teymis.Það er að öllu leyti skýrt að Janus endurhæfing er og hefur verið allt frá stofnun árið 2000 læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing, enda stofnuð með aðkomu heilbrigðisráðuneytisins í samvinnu við lífeyrissjóði og stéttarfélög. Janus endurhæfing hefur því sinnt starfs- og atvinnuendurhæfingu í 25 ár fyrir þá sem þurfa sérsniðna þverfaglega læknisfræðilega nálgun við að komast aftur í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Sérfræðingar Janusar endurhæfingar teljast því ekki til nýgræðinga á sviðinu. Það er því veruleg þversögn að aðferðafræði Janusar endurhæfingar feli ekki í sér atvinnutengingar þegar það á við eða að það stangist á við vísindalega sannreyndar aðferðir og nálganir. Aðferðafræði Janusar endurhæfingar byggir á vísindalegum grunni og gerir ráð fyrir umtalsverðri, sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, fyrir og meðfram atvinnu- eða námi. Yfir 50% þátttakenda, allt frá upphafi starfseminnar til og með ársins 2024, hafa farið í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. VIRK starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður 8 árum eftir stofnun Janusar endurhæfingar og hefur verið með þjónustusamning í gildi við Janus endurhæfingu síðustu 14 ár. Frá upphafi lá fyrir að læknir/læknar tilheyrðu þverfaglegu teymi Janusar endurhæfingar og sinntu m.a. greiningavinnu eins og t.d. einhverfugreiningum. Þessi nálgun væri nauðsynleg m.a. til að komast að rót vanda einstaklingsins og þannig hægt að veita viðeigandi og árangursríka endurhæfingu. VIRK endurhæfingarsjóður heyrir undir velferðarráðuneytið, en ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Víðast á vesturlöndum heyrir endurhæfing eðli máls samkvæmt undir heilbrigðismál. Hvað kemur fyrst, eggið eða hænan? Frumorsök þess að einstaklingur þarfnast starfsendurfæfingar er oftast heilbrigðisvandamál, andleg eða líkamleg. Félags- og atvinnuvandamál eru oftast afleidd vandamál. Framan af gátu læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk vísað einstaklingum beint til Janusar þar sem þverfaglegt teymi fjallaði um umsóknirnar. Fyrir rúmum einum og hálfum áratug var þessu breytt og sjálfræðið tekið af Janus endurhæfingu, þar sem ákveðið var að allar beiðnir færu til Virk, sem tók ákvörðun um hvort viðkomandi fengi þjónustu hjá Janus eða ekki. Þarna var stigið óheilla spor, því að þekking á vanda og þörfum þeirra sem stríða við alvarlegan geðvanda var og er langtum meiri hjá þverfaglegu teymi Janusar en hjá Virk. Að veita ekki nægilegar fjárveitingar til Janusar er aðför að geðendurhæfingu ungs fólks með fjölþætt vandamál. Ótrúlegt þykir að ráðherrar velferðarmála og heilbrigðismála ætli að láta það gerast að 25 ára farsælu geðendurhæfingarúrræði verði lokað. Janus endurhæfing, sem byrjaði sem nýsköpunarfyrirtæki, hefur sérhæft sig í endurhæfingu fyrir jaðarsettan, viðkvæman hóp ungs fólks. Ekkert sambærilegt úrræði er í sjónmáli fyrir þennan hóp. Þeir einstaklingar sem eru á biðlista Janusar endurhæfingar hafa hvergi aðgengi að sambærilegri endurhæfingu og nú er í boði þar. Eigendur Janusar endurhæfingar buðu ríkinu starfsemina að gjöf. Ástæða þess var að mikilvægt þótti að vernda þegar sannreynda starfsemi Janusar endurhæfingar fyrir ofangreindan hóp. Skilyrði með gjöfinni var því að starfsemin fengi að halda áfram óbreytt meðan yfirfærsla þekkingar ætti sér stað. Þótti það nauðsynlegt þar sem um er að ræða einstaka uppbyggingu og nálgun sem hentar þessum hópi. Afar sérstakt þykir að enginn í núverandi ríkistjórn hafi komið í heimsókn og kynnt sér þessa starfsemi, sem hefur skilað yfir 50% árangri sl. 25 ár, heldur samþykki með þögninni og/eða afboðuðum heimsóknum að taka þátt í lokun þessa mikilvæga úrræðis fyrir ungt fólk. Orð einstaklinga í Janusi endurhæfingu vegna lokunar; „hvers virði erum við í augum yfirvalda Þverfaglegt teymi kemur að endurhæfingunni allra þátttakenda í Janus en í teyminu eru iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, sálfræðingur og geðlæknir. Aðrir sérfræðingar t.d úr atvinnuteymi, félagsráðgjafi eða fjölskyldufræðingur eru kallaðir til eftir þörfum. Teymið fundar vikulega og nýta þátttakendur þjónustu teymisins í gegnum tengilið. Hjá Janusi endurhæfingu starfa á þriðja tug sérfræðinga fyrir utan aðra utanaðkomandi þjónustu. Mest öll starfsemi Janusar fer fram í rúmgóðu húsnæði að Skúlagötu 19. Öll sérfræðiþjónusta er veitt á staðnum og notendur þurfa ekki að sækja þjónustu s.s iðjuþjálfun, sálfræðiviðtöl eða félagsráðgjöf út fyrir staðinn. Fyrir þennan hóp er mikilvægt að sem mest af meðferðinni fari fram á sama stað. Einfaldir hlutir vaxa þessum einstaklingum oft í augum og þurfa oft heimsóknir og vitjanir til þess að koma sér af stað. Því er spurningin til ráðamanna. Hvers vegna að leggja það af sem reynst hefur vel og skilað hefur frábærum árangri? Er tilgangurinn að stofnanavæða þessa starfsemi ef marka má svar Ingu Sæland velferaðráðherra við fyrirspurn Jens Garðars Helgasonar alþingismanns nýverið. Hún segist vera horfa til Reykjalundar, sem að mínu mati er fráleitt. Geðendurhæfing fyrir þann hóp sem Janus sinnir á heima miðsvæðis í höfuðborginni. Ríkissstjórn Íslands standið nú í báða fætur og tryggið starfsemi Janusar endurhæfingar til framtíðar. Höfundur er geðlæknir með áratuga starfsreynslu.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar