Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar 25. mars 2025 08:02 Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun