Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar 25. mars 2025 08:02 Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun