Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar 25. mars 2025 08:02 Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun