Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 12:51 Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarða króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9% Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01