Viðskipti innlent

Ís­lands­banki breytir vöxtunum

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir

Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudag. Breytingarnar taka gildi 26. mars næstkomandi.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudaginn að ákveðið hafi verið að lækka stýrivextina um 0,25 prósentustig, úr 8,0 í 7,75 prósent.

Að neðan má sjá breytingarnar á vöxtum bankans. 

Útlán

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig og verða 9,5%
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,25 prósentustig
  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,65%
  • Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á greiðslukortum lækka um 0,25 prósentustig

Innlán

  • Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig

Breytingarnar sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildir um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu, segir í tilkynningu frá bankanum.


Tengdar fréttir

Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði

Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×