Börn hafi reynt að drepa önnur börn Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2025 16:55 Hermann Arnar Austmar er foreldri í Breiðholti. Hann ræddi um ofbeldisöldu hjá börnum og ungmennum í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Anton Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem Bjarki Sigurðsson, fréttamaður, stjórnaði umræðu um þessa þetta ófremdarástand í Breiðholti sem einkennist af ofbeldi barna og ungmenna. „Þetta er hörmungarsaga í raun og veru. Það kemur mér ekkert á óvart hvert þetta er komið núna. Menntun, ofbeldi og hegðun hefur verið vandamál síðan þau voru í öðrum bekk. Inni á milli hafa verið mjög alvarleg mál, mjög alvarleg atvik þar sem hreinlega mætti segja að það hafi verið reynt að drepa einhvern,“ sagði Hermann. „Það hafa verið atvik þar sem planið var hjá nemendum í skólanum að drepa önnur börn. Mér þykir mjög leiðinlegt að tala svona. En það virðist vera mjög erfitt að fá hreyfingu á þessa hluti.“ Hann sagði að fátt hafa verið um svör frá Skóla- og frístundaráði borgarinnar. Sjálfum finnist honum mikilvægt að hlustað sé á kennarana sem vinna náið með þessum börnum. Ekki séns að barnið fari eitt út „Við sjáum það bara að þetta eru tólf ára börn. Það er ekki að sjá, þegar þau eru handtekin hérna síendurtekið, að það sé í raun og veru orðin breyting í lífi þessara barna. Þessi börn eru í gríðarlegum vanda, og það er ekki verið að leysa þann vanda. Ég sé það ekki, ég sé það ekki í þessu hverfi,“ sagði Hermann sem tók fram að hann hefði frá árinu 2020 reynt að láta Barnavernd vita af ástandinu. Það hafi verið augljóst hvað væri að gerast. „Ég held að við sem samfélag þurfum að ákveða hvað á að gera við börn undir fjórtán ára sem eru að beita alvarlegu ofbeldi. Ég held að það vanti algjörlega hugmyndir um hvað á að gera. Við viljum ná þessum börnum til baka. Það bara verður að gerast.“ Hvernig líður þér, eins og þegar þú veist af börnunum þínum úti að leika sér, ertu rólegur? „Nei, ekki séns. Það er ekkert svoleiðis. Ég á barn sem er tíu ára, og ég sendi hana ekkert út. Ekki núna. Ég sendi hitt barnið mitt út þegar hún er í hóp,“ segir Hermann og tekur fram að honum finnist ofbeldi barnanna vera orðið gríðarlega skipulagt. Engin viðbrögð við kyrkingartaki Hermann greindi frá atviki þar sem barn hafi verið tekið kyrkingartaki og misst meðvitund. Þetta barn, hefur að sögn Hermanns, ekki fengið neina aðstoð. „Vandamálið er kannski nálgun skólans og skóla- og frístundasviðs. Það sem er búið að gera fyrir þessi börn í Reykjavík, þegar þau verða fyrir ofbeldi, er í grunninn ekki neitt. Það var barn í Breiðholtsskóla í fimmta bekk sem var tekið kyrkingartaki í nóvember þangað til það missti meðvitund. Þetta barn er ekki búið að fá neina aðstoð. Þetta var ekkert utan skóla. Þetta var í skólanum. Viðbrögðin eru engin í raun og veru,“ sagði Hermann. „Ég efast um að barnið sem beitti þessu ofbeldi hafi fengið einhverja aðstoð, og ég veit að barnið hefur ekki fengið neina aðstoð hingað til.“ Skóla- og menntamál Pallborðið Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem Bjarki Sigurðsson, fréttamaður, stjórnaði umræðu um þessa þetta ófremdarástand í Breiðholti sem einkennist af ofbeldi barna og ungmenna. „Þetta er hörmungarsaga í raun og veru. Það kemur mér ekkert á óvart hvert þetta er komið núna. Menntun, ofbeldi og hegðun hefur verið vandamál síðan þau voru í öðrum bekk. Inni á milli hafa verið mjög alvarleg mál, mjög alvarleg atvik þar sem hreinlega mætti segja að það hafi verið reynt að drepa einhvern,“ sagði Hermann. „Það hafa verið atvik þar sem planið var hjá nemendum í skólanum að drepa önnur börn. Mér þykir mjög leiðinlegt að tala svona. En það virðist vera mjög erfitt að fá hreyfingu á þessa hluti.“ Hann sagði að fátt hafa verið um svör frá Skóla- og frístundaráði borgarinnar. Sjálfum finnist honum mikilvægt að hlustað sé á kennarana sem vinna náið með þessum börnum. Ekki séns að barnið fari eitt út „Við sjáum það bara að þetta eru tólf ára börn. Það er ekki að sjá, þegar þau eru handtekin hérna síendurtekið, að það sé í raun og veru orðin breyting í lífi þessara barna. Þessi börn eru í gríðarlegum vanda, og það er ekki verið að leysa þann vanda. Ég sé það ekki, ég sé það ekki í þessu hverfi,“ sagði Hermann sem tók fram að hann hefði frá árinu 2020 reynt að láta Barnavernd vita af ástandinu. Það hafi verið augljóst hvað væri að gerast. „Ég held að við sem samfélag þurfum að ákveða hvað á að gera við börn undir fjórtán ára sem eru að beita alvarlegu ofbeldi. Ég held að það vanti algjörlega hugmyndir um hvað á að gera. Við viljum ná þessum börnum til baka. Það bara verður að gerast.“ Hvernig líður þér, eins og þegar þú veist af börnunum þínum úti að leika sér, ertu rólegur? „Nei, ekki séns. Það er ekkert svoleiðis. Ég á barn sem er tíu ára, og ég sendi hana ekkert út. Ekki núna. Ég sendi hitt barnið mitt út þegar hún er í hóp,“ segir Hermann og tekur fram að honum finnist ofbeldi barnanna vera orðið gríðarlega skipulagt. Engin viðbrögð við kyrkingartaki Hermann greindi frá atviki þar sem barn hafi verið tekið kyrkingartaki og misst meðvitund. Þetta barn, hefur að sögn Hermanns, ekki fengið neina aðstoð. „Vandamálið er kannski nálgun skólans og skóla- og frístundasviðs. Það sem er búið að gera fyrir þessi börn í Reykjavík, þegar þau verða fyrir ofbeldi, er í grunninn ekki neitt. Það var barn í Breiðholtsskóla í fimmta bekk sem var tekið kyrkingartaki í nóvember þangað til það missti meðvitund. Þetta barn er ekki búið að fá neina aðstoð. Þetta var ekkert utan skóla. Þetta var í skólanum. Viðbrögðin eru engin í raun og veru,“ sagði Hermann. „Ég efast um að barnið sem beitti þessu ofbeldi hafi fengið einhverja aðstoð, og ég veit að barnið hefur ekki fengið neina aðstoð hingað til.“
Skóla- og menntamál Pallborðið Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49
Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02
Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent