Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. mars 2025 21:00 Fram - Afturelding Undaúrslit í bikarkeppninni í Handbolta HSÍ VÍSIR/VILHELM Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. Leikurinn var frá fyrstu mínútu algjör sóknarsýning og á sama tíma kennsla í slökum varnarleik. Stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur og algjör martröð fyrir menn sem vinna við að halda utan um tölfræði. Bæði lið fengu á sig fullt af vítum og brottvísunum, sem bauð upp á enn meiri markaskorun. Liðin skiptust nokkrum sinnum á forystunni en leikurinn var í járnum þar til um tíu mínútur voru eftir. Eyjamenn áttu þá slæman kafla þar sem Andri Erlingsson tapaði boltanum tvisvar í röð og Arnór Máni Daðason, markmaður Fram, tók síðan tvö dauðafæri. Á þeim tíma var líka besti sóknarmaður ÍBV, Kristófer Ísak, sprunginn og sestur á bekkinn. Fram nýtti sér tækifærið til að taka afgerandi forystu og ÍBV átti ekki endurkvæmt. Lokamínúturnar leystist leikurinn upp í algjöra vitleysu og enga markvörslu, þar til lokatölur urðu 43-36. Atvik leiksins Kristófer Ísak Bárðarson var búinn að vera langbesti sóknarmaður ÍBV og negla inn nokkrum stórkostlegum skotum, þegar hann fékk tveggja mínútna brottvísun með um fimmtán mínútur eftir. Við það kólnaði hann mikið, og allt Eyjaliðið í leiðinni, sem gaf Fram færi á að vinna leikinn. Hefði vélin haldist heit væri ÍBV mögulega tveimur stigum ríkari. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Kristófer Ísak með stórkostlega frammistöðu. Besti maður vallarins þar til hann þurfti að setjast. Marel Baldvinsson valinn maður leiksins hjá Fram og vel að því kominn. Skemmtilegur spilari með baneitraða undirhönd. Reynir Þór Stefánsson markahæstur hjá Fram og með alveg frábæran leik. Skúrkarnir eru markmenn ÍBV, sem fengu vissulega litla hjálp frá vörninni, en vörðu lítið í leiknum og akkúrat ekkert á lokamínútunum. Olís-deild karla Fram ÍBV
Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. Leikurinn var frá fyrstu mínútu algjör sóknarsýning og á sama tíma kennsla í slökum varnarleik. Stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur og algjör martröð fyrir menn sem vinna við að halda utan um tölfræði. Bæði lið fengu á sig fullt af vítum og brottvísunum, sem bauð upp á enn meiri markaskorun. Liðin skiptust nokkrum sinnum á forystunni en leikurinn var í járnum þar til um tíu mínútur voru eftir. Eyjamenn áttu þá slæman kafla þar sem Andri Erlingsson tapaði boltanum tvisvar í röð og Arnór Máni Daðason, markmaður Fram, tók síðan tvö dauðafæri. Á þeim tíma var líka besti sóknarmaður ÍBV, Kristófer Ísak, sprunginn og sestur á bekkinn. Fram nýtti sér tækifærið til að taka afgerandi forystu og ÍBV átti ekki endurkvæmt. Lokamínúturnar leystist leikurinn upp í algjöra vitleysu og enga markvörslu, þar til lokatölur urðu 43-36. Atvik leiksins Kristófer Ísak Bárðarson var búinn að vera langbesti sóknarmaður ÍBV og negla inn nokkrum stórkostlegum skotum, þegar hann fékk tveggja mínútna brottvísun með um fimmtán mínútur eftir. Við það kólnaði hann mikið, og allt Eyjaliðið í leiðinni, sem gaf Fram færi á að vinna leikinn. Hefði vélin haldist heit væri ÍBV mögulega tveimur stigum ríkari. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Kristófer Ísak með stórkostlega frammistöðu. Besti maður vallarins þar til hann þurfti að setjast. Marel Baldvinsson valinn maður leiksins hjá Fram og vel að því kominn. Skemmtilegur spilari með baneitraða undirhönd. Reynir Þór Stefánsson markahæstur hjá Fram og með alveg frábæran leik. Skúrkarnir eru markmenn ÍBV, sem fengu vissulega litla hjálp frá vörninni, en vörðu lítið í leiknum og akkúrat ekkert á lokamínútunum.
Leik lokið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leiði sinni í bikarúrslit Körfubolti
Leik lokið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leiði sinni í bikarúrslit Körfubolti