Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 07:30 Lucy Bronze fagnar eftir að hafa skorað gegn Svíum í undanúrslitaleiknum á EM 2022, þar sem England endaði á að verða Evrópumeistari. AFP/JUSTIN TALLIS Lucy Bronze segist í raun alltaf hafa vitað að hún væri einhverf en hún fékk ekki greiningu fyrr en árið 2021, árið eftir að FIFA valdi hana bestu knattspyrnukonu heims. Hún segir einhverfuna hafa hjálpað sér upp í hæstu hæðir fótboltans. Bronze hefur um árabil verið í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og unnið flest sem hægt er að vinna. Hún er til að mynda ríkjandi Evrópumeistari með enska landsliðinu, vann Meistaradeild Evrópu tvö síðustu ár með Barcelona og áður þrisvar með Lyon. Bronze, sem fór til Chelsea síðasta sumar, segir móður sína lengi hafa grunað að hún væri með einhverfu og ADHD þó að það væri ekki fyrr en í landsleikjahléi árið 2021 sem að hún fékk greiningu. „Þetta var eitthvað sem ég vissi samt í raun alltaf af. Greiningin breytti þannig séð engu en hún opnaði samt augu manns aðeins. Ég lærði meira um sjálfa mig og af hverju ég sé hlutina öðruvísi eða haga mér öðruvísi en annað fólk í ákveðnum aðstæðum,“ segir Bronze í viðtali við BBC. 🗣 "I'm not passionate, I'm just obsessed... that's my autism, it's my superpower." 💪 🦸♀️@LucyBronze discusses her autism and ADHD during #NeurodiversityCelebrationWeek. #BBCFootball pic.twitter.com/BiS5fSEGdO— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2025 „Það var gott að geta sest niður og talað um eiginleika mína og hvaða áhrif þetta hefur á mig, aðstæður sem láta mér líða vel eða illa. Það var svona það sem lét allt smella í hausnum á mér og mér leið mun betur,“ segir Bronze. Í viðtalinu segist hún hafa hermt eftir hegðun annarra allan þrítugsaldurinn, til að fela einhverfuna, en slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar á andlega heilsu. Hermdi eftir Jill Scott „Þegar ég kom fyrst í enska landsliðið þá gat ég ekki talað við neinn. Ég man að Casey Stoney sagði við mig: „Þú horfir aldrei í augun á mér þegar við tölum saman“ og ég var bara „það er ert ekki þú heldur ég“. Ég fylgdist með Jill Scott og hvernig hún talaði við fólk. Ég hugsaði með mér að ég gæti hermt eftir henni. Ég er betri í því núna en mér líður samt svolítið óþægilega stundum. Það að faðma fólk og ná augnsambandi þegar maður talar er eitthvað sem ég þurfti að læra því fólki finnst það eðlilegt en mér fannst það svo erfitt,“ segir Bronze. Lucy Bronze slær á létta strengi með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Barcelona.AP/Martin Meissner Núna skilji fólkið í kringum hana hins vegar að hún vilji ekki faðmlög og að það dæmi hana ekki fyrir það. Þráhyggja frekar en ástríða Eins og fyrr segir þá hefur Bronze unnið flest sem hægt er að vinna í fótbolta og hún segir einhverfuna og ADHD hafa hjálpað sér að verða ein besta knattspyrnukona heims. „Fólk segir að ég hafi svo mikla ástríðu fyrir fótbolta og nái þannig að vera ofureinbeitt. Ég veit ekki hvort ég myndi kalla þetta ástríðu. Ég er með þráhyggju [fyrir fótbolta]. Það er einhverfan mín, ofurfókus á fótbolta,“ segir Bronze sem er orðin 33 ára og hefur spilað í meistaraflokki í 17 ár en lætur engan bilbug á sér finna. „Það er mjög gott varðandi ADHD og einhverfu að æfa. Að geta einbeitt sér og verið á hreyfingu. Það er magnað fyrir mig að æfa á hverjum degi. Sumar af hinum stelpunum segja bara: „Ertu viss um að þú sért 33 ára því þú hættir bara ekki?“ Allt það sem fylgir einhverfunni hefur hjálpað mér.“ Fótbolti Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Bronze hefur um árabil verið í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og unnið flest sem hægt er að vinna. Hún er til að mynda ríkjandi Evrópumeistari með enska landsliðinu, vann Meistaradeild Evrópu tvö síðustu ár með Barcelona og áður þrisvar með Lyon. Bronze, sem fór til Chelsea síðasta sumar, segir móður sína lengi hafa grunað að hún væri með einhverfu og ADHD þó að það væri ekki fyrr en í landsleikjahléi árið 2021 sem að hún fékk greiningu. „Þetta var eitthvað sem ég vissi samt í raun alltaf af. Greiningin breytti þannig séð engu en hún opnaði samt augu manns aðeins. Ég lærði meira um sjálfa mig og af hverju ég sé hlutina öðruvísi eða haga mér öðruvísi en annað fólk í ákveðnum aðstæðum,“ segir Bronze í viðtali við BBC. 🗣 "I'm not passionate, I'm just obsessed... that's my autism, it's my superpower." 💪 🦸♀️@LucyBronze discusses her autism and ADHD during #NeurodiversityCelebrationWeek. #BBCFootball pic.twitter.com/BiS5fSEGdO— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2025 „Það var gott að geta sest niður og talað um eiginleika mína og hvaða áhrif þetta hefur á mig, aðstæður sem láta mér líða vel eða illa. Það var svona það sem lét allt smella í hausnum á mér og mér leið mun betur,“ segir Bronze. Í viðtalinu segist hún hafa hermt eftir hegðun annarra allan þrítugsaldurinn, til að fela einhverfuna, en slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar á andlega heilsu. Hermdi eftir Jill Scott „Þegar ég kom fyrst í enska landsliðið þá gat ég ekki talað við neinn. Ég man að Casey Stoney sagði við mig: „Þú horfir aldrei í augun á mér þegar við tölum saman“ og ég var bara „það er ert ekki þú heldur ég“. Ég fylgdist með Jill Scott og hvernig hún talaði við fólk. Ég hugsaði með mér að ég gæti hermt eftir henni. Ég er betri í því núna en mér líður samt svolítið óþægilega stundum. Það að faðma fólk og ná augnsambandi þegar maður talar er eitthvað sem ég þurfti að læra því fólki finnst það eðlilegt en mér fannst það svo erfitt,“ segir Bronze. Lucy Bronze slær á létta strengi með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Barcelona.AP/Martin Meissner Núna skilji fólkið í kringum hana hins vegar að hún vilji ekki faðmlög og að það dæmi hana ekki fyrir það. Þráhyggja frekar en ástríða Eins og fyrr segir þá hefur Bronze unnið flest sem hægt er að vinna í fótbolta og hún segir einhverfuna og ADHD hafa hjálpað sér að verða ein besta knattspyrnukona heims. „Fólk segir að ég hafi svo mikla ástríðu fyrir fótbolta og nái þannig að vera ofureinbeitt. Ég veit ekki hvort ég myndi kalla þetta ástríðu. Ég er með þráhyggju [fyrir fótbolta]. Það er einhverfan mín, ofurfókus á fótbolta,“ segir Bronze sem er orðin 33 ára og hefur spilað í meistaraflokki í 17 ár en lætur engan bilbug á sér finna. „Það er mjög gott varðandi ADHD og einhverfu að æfa. Að geta einbeitt sér og verið á hreyfingu. Það er magnað fyrir mig að æfa á hverjum degi. Sumar af hinum stelpunum segja bara: „Ertu viss um að þú sért 33 ára því þú hættir bara ekki?“ Allt það sem fylgir einhverfunni hefur hjálpað mér.“
Fótbolti Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn