Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:31 Kiril Lazarov, landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu, var settur í ansi ómanneskjulega stöðu í gær. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Þrátt fyrir þjóðarsorgina sem ríkir í Norður-Makedóníu, eftir að eldsvoði á skemmtistað kostaði að minnsta kosti 59 manns lífið um helgina, neyddist handboltalið þjóðarinnar til þess að spila gegn Slóveníu í gær í undankeppni EM í handbolta. Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust. EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Sjá meira
Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust.
EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Sjá meira