„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. mars 2025 20:38 Ágúst Jóhannsson var ósáttur í leikslok. vísir / anton brink Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. „Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“ Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira