Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2025 08:31 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, mun ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,0 prósent í 7,75 prósent. Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í febrúar voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Í yfirlýsingunni er tekið fram að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina um 25 punkta lækkun. „Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Að sama skapi hefur dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Hátíðnivísbendingar gætu þó bent til þess að neysluútgjöld heimila hafi aukist á ný. Þá mælist enn mikil hækkun launakostnaðar og verðbólguvæntingar eru áfram yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Spáðu 25 punkta lækkun Greiningardeildir bæði Landsbankans og Íslandsbanka spáðu í síðustu viku að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti um 25 punkta í dag. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í spilanum að neðan. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,50% Lán gegn veði til 7 daga 8,50% Innlán bundin í 7 daga 7,75% Viðskiptareikningar 7,50% Peningastefnunefnd tekur næstu ákvörðun um vexti þann 21. maí. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í febrúar voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Í yfirlýsingunni er tekið fram að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina um 25 punkta lækkun. „Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Að sama skapi hefur dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Hátíðnivísbendingar gætu þó bent til þess að neysluútgjöld heimila hafi aukist á ný. Þá mælist enn mikil hækkun launakostnaðar og verðbólguvæntingar eru áfram yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Spáðu 25 punkta lækkun Greiningardeildir bæði Landsbankans og Íslandsbanka spáðu í síðustu viku að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti um 25 punkta í dag. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í spilanum að neðan. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,50% Lán gegn veði til 7 daga 8,50% Innlán bundin í 7 daga 7,75% Viðskiptareikningar 7,50% Peningastefnunefnd tekur næstu ákvörðun um vexti þann 21. maí.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira