Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar 20. mars 2025 10:02 Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tannheilsa Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar