Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar 20. mars 2025 10:02 Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tannheilsa Mest lesið Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar