Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 19:02 Elísa Ingólfsdóttir framkvæmdstjóri Barnaverndar Reykjavíkur segist skilja vel uppnámið sem foreldrar og börn í Breiðholti eru í. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Fram kom í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á föstudag að velferðarsvið og barnavernd hafi komið að málum einstakra barna, vegna hóps drengja í sjöunda bekk Breiðholtsskóla sem hefur haldið öllu hverfinu í heljargreipum. „Ég hef fullan skilning á því að foreldrum og börnum í Breiðholtinu, sem eru nálægt þessum atburðum og hafa mögulega orðið fyrir ofbeldi. Ég hef fullan skilning á að það sé hræðileg staða,“ segir Elísa Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Alltaf betra þegar unnið er með foreldrum Hún segir barnavernd aldrei grípa inn í mál nema tilkynning hafi borist til hennar og eftir að farsældarlögin tóku gildi sé reynt að nýta fyrst úrræði í nærumhverfi, til dæmis hjá þjónustumiðstöðvum. Miklu máli skipti í svona málum að foreldrarnir taki þátt með Barnavernd. „Okkur gengur alltaf best ef að fólk vinnur með okkur og við náum að sameinast um markmiðin og náum að vera í ríkulegri og góðri samvinnu. Það er alltaf barninu fyrir bestu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndar vegna áhættuhegðunar barna um 17,6 prósent á fyrstu sex mánuðum síðasta árs miðað við árið áður. Mest var það vegna tilkynninga um neyslu áfengis eða annarra efna, en þeim fjölgaði um 96,2 prósent. Tilkynningum um að barn beitti ofbeldi fjölgaði um 24,4 prósent. „Það vantar fleiri pláss“ Elísa segir nokkuð ljóst að í sumum tilvikum nái úrræðin, sem eru í boði, ekki nógu vel til barnanna. Lengi hafi verið bent á að það vanti þriðja stigs úrræði, til dæmis fleiri pláss á Stuðlum og stytta þurfi bíðtíma eftir fjölkerfameðferðum - þar sem unnið er með börn inni á heimilum. „Það vantar fleiri pláss, fleiri tegundir af úrræðum. Meiri þunga inn í málin, fyrr,þegar við sjáum að það er það sem þarf,“ segir Elísa. Hún segir barnavernd Reykjavíkur ekki veigra sér við því að taka á malum vegna þess að börnin séu af erlendum uppruna. Hjá þeim sé sérstakt teymi sem sérhæfi sig í slíkum málum, þau hafi sótt námskeið og kynnt sér uppeldisaðferðir annarra þjóða. „Þannig að við veigrum okkur sannarlega ekki við því, þvert á móti, við leggjum mikið upp úr því að vinna vel með þessum fjölskyldum eins og öllum öðrum.“ Barnavernd Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. 14. mars 2025 11:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á föstudag að velferðarsvið og barnavernd hafi komið að málum einstakra barna, vegna hóps drengja í sjöunda bekk Breiðholtsskóla sem hefur haldið öllu hverfinu í heljargreipum. „Ég hef fullan skilning á því að foreldrum og börnum í Breiðholtinu, sem eru nálægt þessum atburðum og hafa mögulega orðið fyrir ofbeldi. Ég hef fullan skilning á að það sé hræðileg staða,“ segir Elísa Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Alltaf betra þegar unnið er með foreldrum Hún segir barnavernd aldrei grípa inn í mál nema tilkynning hafi borist til hennar og eftir að farsældarlögin tóku gildi sé reynt að nýta fyrst úrræði í nærumhverfi, til dæmis hjá þjónustumiðstöðvum. Miklu máli skipti í svona málum að foreldrarnir taki þátt með Barnavernd. „Okkur gengur alltaf best ef að fólk vinnur með okkur og við náum að sameinast um markmiðin og náum að vera í ríkulegri og góðri samvinnu. Það er alltaf barninu fyrir bestu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndar vegna áhættuhegðunar barna um 17,6 prósent á fyrstu sex mánuðum síðasta árs miðað við árið áður. Mest var það vegna tilkynninga um neyslu áfengis eða annarra efna, en þeim fjölgaði um 96,2 prósent. Tilkynningum um að barn beitti ofbeldi fjölgaði um 24,4 prósent. „Það vantar fleiri pláss“ Elísa segir nokkuð ljóst að í sumum tilvikum nái úrræðin, sem eru í boði, ekki nógu vel til barnanna. Lengi hafi verið bent á að það vanti þriðja stigs úrræði, til dæmis fleiri pláss á Stuðlum og stytta þurfi bíðtíma eftir fjölkerfameðferðum - þar sem unnið er með börn inni á heimilum. „Það vantar fleiri pláss, fleiri tegundir af úrræðum. Meiri þunga inn í málin, fyrr,þegar við sjáum að það er það sem þarf,“ segir Elísa. Hún segir barnavernd Reykjavíkur ekki veigra sér við því að taka á malum vegna þess að börnin séu af erlendum uppruna. Hjá þeim sé sérstakt teymi sem sérhæfi sig í slíkum málum, þau hafi sótt námskeið og kynnt sér uppeldisaðferðir annarra þjóða. „Þannig að við veigrum okkur sannarlega ekki við því, þvert á móti, við leggjum mikið upp úr því að vinna vel með þessum fjölskyldum eins og öllum öðrum.“
Barnavernd Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. 14. mars 2025 11:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49
Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28
Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. 14. mars 2025 11:45