Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar 15. mars 2025 23:31 Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar