Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Víkingar komust í umspil um sæti í 16-liða úslitum Sambandsdeildar Evrópu og féllu naumlega úr keppni eftir tap gegn Panathinaikos. Getty/Milos Bicanski Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar. Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar. Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar.
Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026.
Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira