Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar 13. mars 2025 20:02 Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun