Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 10:23 Palestínskar konur hughreysta hvora aðra eftir að ástvinir þeirra féllu í loftárás á Gasaströndinni á dögunum. AFP/Omar Al-Qattaa Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni. Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49
Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25
„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15