Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar 12. mars 2025 13:16 Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar