Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar 12. mars 2025 12:47 Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is).
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun