Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 10:36 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“. Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“.
Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira