Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar 11. mars 2025 14:32 Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þekking og fáfræði hafa tekist á frá örófi alda. Hindurvitni og bábiljur láta ekki kveða sig niður svo auðveldlega, ekki síst þegar ráðamenn sjá sér hag í því að koma þeim í sífellu á kreik að nýju. Og það hefur lengi tíðkast: stórir og smáir kóngar og keisarar fyrri alda hafa alltaf óttast það mest að alþýða manna fengi frið til að móta sér hugmyndir um raunverulega stöðu sína og möguleika í heiminum og samfélaginu. „Fasisminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni framfara sem sögulegrar reglu.“ Þetta skrifaði þýski gyðingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin á fjórða áratug síðustu aldar, landflótta í París. Það sem Benjamin á hér við er að þegar fasismi og önnur skyld óáran veður uppi í samfélaginu þýðir ekkert að syngja samtímanum lof. Þvert á móti þurfum við að horfa gagnrýnum augum á heiminn í kringum okkur og spyrja: hvað er enn ógert, hvar blasir óréttlætið við, hvar eiga horfnar kynslóðir enn tilkall til þess að við bætum samfélagið og hegðun okkar á jörðinni? Háskólar eru stofnanir þar sem þekkingin á því sem gera þarf myndast og grær – og er miðlað áfram út í samfélagið, gegn öfgum og fáfræði. Þannig taka háskólar alltaf afstöðu gegn hvers kyns sérhagsmunum og síngirni sem að endingu eru ekkert annað en eyðingar- og heimsendaöfl. Þess í stað tekur háskólinn afstöðu með mannkyninu, með lífinu á jörðinni, með plánetunni. Háskóli Íslands er þar engin undantekning og á næstu árum og áratugum mun hann sinna þessu hlutskipti sínu af síauknum þrótti – vegna þess að samfélag okkar kallar á það. Vorjafndægur eru í vændum. Snjórinn og kuldinn munu að lokum mega sín lítils andspænis rísandi sól og gróandanum. Höldum út og teygum að okkur kalt og frískandi loftið. Tökumst á við verkin sem við blasa með gleði og vorhug, í þeirri fullvissu að sumarið verður gott og haustið fallegt. Höfundur er prófessor í heimspeki og frambjóðandi í rektorskjöri við Háskóla Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun