Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson og Urður Njarðvík skrifa 11. mars 2025 13:02 Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun