Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar 11. mars 2025 11:00 Sem fyrrverandi samnemandi Björns Þorsteinssonar í heimspeki við Háskóla Íslands, hafði ég þann heiður að fylgjast náið með honum sem nemanda. Oft sátum við hlið við hlið, og ég varð vitni að dugnaði og örlæti Björns. Hann tók reglulega upp fyrirlestra fyrir þá sem gátu ekki sótt þá, tryggði að allir hefðu aðgang að upplýsingunum sem vantaði. Glósur hans, sem hann deildi með mér, voru mjög vel skipulagðar ogskrifaðar, og endurspegluðu yfirburða skilning hans á því efni sem rætt var hverju sinni. Meðan ég glímdi við spurningar sem spruttu upp í fyrirlestrum, sá Björn stöðugt skýrari og stærri mynd. Í akademísku umhverfi, þar sem nemendur gætu verið flokkaðir sem góðir, betri eða bestir, taldi ég mig góðan námsmann, sá suma aðra sem betri, en Björn stóð alltaf upp úr sem framúrskarandi. Heimspeki er reyndar ekki keppnisíþrótt heldur ferðalag í átt að skilningi á kjarna hvers efnis með auðmýkt og beittri rökhugsun. Björn er framúrskarandi í þessu, og bætir jafnvel við húmor og mannlegri tengingu við stundum flókin hugtök. Þótt leiðir okkar hafa legið í ólíkar áttir síðustu þrjátíu árum, þá hef ég fylgst með starfi hans úr fjarlægð. Frá fyrstu ljóðabók hans til nýlegra fræðigreina og bóka, hafa verk hans sífellt heillað mig. Það er með djúpri sannfæringu sem ég styð Björn Þorsteinsson í embætti rektors. Hans framúrskarandi framkoma og dýpt í fræðaheiminum gerir hann að framúrskarandi frambjóðanda fyrir starfið. Höfundur er aðjúnkt við Háskóla Íslands, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og landstengiliður Íslands fyrir norrænt samstarf um símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Sem fyrrverandi samnemandi Björns Þorsteinssonar í heimspeki við Háskóla Íslands, hafði ég þann heiður að fylgjast náið með honum sem nemanda. Oft sátum við hlið við hlið, og ég varð vitni að dugnaði og örlæti Björns. Hann tók reglulega upp fyrirlestra fyrir þá sem gátu ekki sótt þá, tryggði að allir hefðu aðgang að upplýsingunum sem vantaði. Glósur hans, sem hann deildi með mér, voru mjög vel skipulagðar ogskrifaðar, og endurspegluðu yfirburða skilning hans á því efni sem rætt var hverju sinni. Meðan ég glímdi við spurningar sem spruttu upp í fyrirlestrum, sá Björn stöðugt skýrari og stærri mynd. Í akademísku umhverfi, þar sem nemendur gætu verið flokkaðir sem góðir, betri eða bestir, taldi ég mig góðan námsmann, sá suma aðra sem betri, en Björn stóð alltaf upp úr sem framúrskarandi. Heimspeki er reyndar ekki keppnisíþrótt heldur ferðalag í átt að skilningi á kjarna hvers efnis með auðmýkt og beittri rökhugsun. Björn er framúrskarandi í þessu, og bætir jafnvel við húmor og mannlegri tengingu við stundum flókin hugtök. Þótt leiðir okkar hafa legið í ólíkar áttir síðustu þrjátíu árum, þá hef ég fylgst með starfi hans úr fjarlægð. Frá fyrstu ljóðabók hans til nýlegra fræðigreina og bóka, hafa verk hans sífellt heillað mig. Það er með djúpri sannfæringu sem ég styð Björn Þorsteinsson í embætti rektors. Hans framúrskarandi framkoma og dýpt í fræðaheiminum gerir hann að framúrskarandi frambjóðanda fyrir starfið. Höfundur er aðjúnkt við Háskóla Íslands, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og landstengiliður Íslands fyrir norrænt samstarf um símenntun.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar