„Eins og lífið sjálft,“ segir Heiðar Logi í „story“ á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann deilir fréttunum. Þar má einnig sjá að hann frumflutti í veislunni lag sem hann samdi um dóttur sína auk þess sem söngkonan Bríet kom fram.
Mannanafnanefnd fjallaði um nafnið Eilíf árið 2016 og samþykkti það í úrskurði. Samkvæmt vef Þjóðskrár bera tveir nafnið sem fyrsta eiginnafn og fimm sem annað eiginnafn. Þeim fjölgaði um einn á þessu ári sem bera það sem fyrsta eiginnafn.
Heiðar Logi er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann rekur einnig fyrirtækið Fasteignafegrun þar sem hann sérhæfir sig í hinu ýmsu viðhaldi fasteigna. Anný Björk hefur undanfarin ár starfað fyrir framleiðslufyrirtækið True North.
Parið opinberaði samband sitt í mars 2023. Hjúin búa saman í fallegu sumarhúsi rétt fyrir utan Reykjavík sem þau hafa verið að gera upp.
Heiðar opnaði sig upp á gátt í Einkalífinu á Vísi fyrir örfáum árum síðan. Þar sagði hann sagði frá því að æska sín hefði einkennst af mikilli óreiðu.