Leikskólakerfið ráði ekki við allt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 12:35 Ólafur Brynjar Bjarkason er skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira