Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 21:02 Katrin Ivanova, Vanya Gaberova og Tihomir Ivanchev voru dæmd sek fyrir njósnir. AP Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum. Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum.
Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira