Viðskipti innlent

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommu­villu

Kjartan Kjartansson skrifar
Lítraverð á dælu við Olísstöðina í Álfheimum  var á tímabili 32,2 krónur í morgun. Heppinn viðskiptavinur þurfti aðeins að greiða 2.333 krónur fyrir 72,45 lítra af eldsneyti vegna villunnar.
Lítraverð á dælu við Olísstöðina í Álfheimum var á tímabili 32,2 krónur í morgun. Heppinn viðskiptavinur þurfti aðeins að greiða 2.333 krónur fyrir 72,45 lítra af eldsneyti vegna villunnar. Vísir/Magnús

Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna.

Samkvæmt upplýsingum frá Olís hringdu viðskiptavinir inn og létu vita af biluninni í morgun. Hún hafi ekki varað lengi. Fyrir vikið gátu einhverjir viðskiptavinir stöðvarinnar fyllt á hefðbundinn fólksbíl fyrir tæpar þrettán hundruð krónur í staðinn fyrir tæpar þrettán þúsund krónur.

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni keypti ökumaður stærri bifreiðar sér rúmlega 72 lítra af eldsneyti fyrir rúmar 2.300 krónur. Villan sparaði honum þannig um tuttugu þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×