Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Andri Már Eggertsson skrifar 5. mars 2025 20:39 Brittany Dinkins var frábær í leiknum í kvöld. Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar unnu níu stiga sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík 105-96. Leikurinn var í járnum en heimakonur tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta sem skilaði sigri. Fyrsti leikhluti fór vel af stað og var frábær skemmtun þar sem liðin skiptust á að vera með forystuna. Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur var allt í öllu hjá heimakonum og gerði ellefu stig í fyrsta leikhluta. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta 27-27. Vörn Keflavíkur varð þéttari í öðrum leihkluta sem Njarðvíkingar voru í vandræðum með. Gestirnir gerðu þrjár körfur í röð sem varð til þess að Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé í stöðunni 32-36. Leikhlé Einars breytti engu og Keflvíkingar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt sem varð til þess að Einar þurfti að brenna annað leikhlé tveimur og hálfri mínútu síðar. Eftir annað leikhlé Einars fór að ganga betur hjá Njarðvík og staðan var 50-52 í hálfleik. Keflvíkingar urðu fyrir blóðtöku undir lok fyrri hálfleiks þegar Jasmine Dickey sneri sig illa á ökkla og gat ekki haldið leik áfram. Í þriðja leikhluta náðu Keflvíkingar í rafmagnsgítarinn og skrúfuðu upp ákefðina. Gestirnir gerðu þrettán stig gegn aðeins tveimur og Einar Árni tók leikhlé í stöðunni 62-70. Njarðvíkingar létu þetta áhlaup Keflavíkur ekki slá sig út af laginu og heimakonur voru aðeins einu stigi undir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Njarðvíkingar tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta og gerðu þrettán stig gegn aðeins tveimur sem var ansi stór biti fyrir gestina. Keflvíkingar náðu að halda sér lifandi og minnkuðu muninn niður í fjögur stig undir lokin en Njarðvík hélt sjó og vann að lokum 105-96. Atvik leiksins Undir lok fyrri hálfleiks urðu Keflvíkingar fyrir blóðtöku þegar Jasmine Dickey missteig sig og gat ekki haldið leik áfram. Hún hafði spilað virkilega vel og gert 16 stig og tekið 4 fráköst á átján mínútum. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur, var venju samkvæmt allt í öllu. Hún gerði 30 stig og gaf 15 stoðsendingar. Emilie Sofie Hesseldal var einnig með tvöfalda tvennu en hún gerði 23 stig og tók 17 fráköst. Bríet Sif Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, spilaði tæplega ellefu mínútur og hún hefði getað nýtt þær betur. Hún tók þrjú skot og klikkaði úr þeim öllum og með hana inni á vellinum tapaði Keflavík þeim mínútum með ellefu stigum. Dómararnir [5] Dómarar kvöldsins voru Bjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem og Sigurbaldur Frímannsson. Leikurinn var mjög illa dæmdur og bæði lið mega vera ósátt. Línan var afar óskýr en dómgæslan hafði þó ekki úrslitaáhrif. Stemning og umgjörð Það var frábær mæting í IceMar-höllina og stuðningsmenn Njarðvíkur létu vel í sér heyra. Ljósin voru slökkt þegar heimaliðið var kynnt og bæði stemningin og umgjörðin minnti mann á úrslitakeppnina. „Afar sérstakt í lok móts að það skuli ekki vera leikur í þrjár vikur“ Sigurður Ingimundarson KeflavíkVísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap í hörkuleik gegn Njarðvík í IceMar-höllinni. „Leikurinn fór frá okkur í síðari hluta seinni hálfleiks. Þær skoruðu allt of mikið nálægt körfunni og við vorum í vandræðum með þær,“ sagði Sigurður eftir leik. Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla og Sigurður viðurkenndi að það munaði um að missa hana. „Varnarlega skipti það miklu máli þar sem við vorum búin að leggja leikinn ákveðið upp og það riðlaðist við þetta en þær gerðu vel hjá mér á löngum tíma en það riðlaðist síðan illa.“ Sigurður var ekki ánægður með byrjun liðsins í fjórða leikhluta þar sem Njarðvík gerði þrettán stig á meðan Keflavík gerði aðeins tvö stig. „Það var óöryggi hjá okkur og það var eins og engin vildi skjóta sem hefur ekki verið að hrjá okkur en þær löguðu það og gerðu mjög vel í að koma sér inn í leikinn en síðan var þetta aðeins of mikið sem þær fengu undir körfuna okkar.“ Keflavík er komið í þriggja vikna pásu þar sem liðið er úr leik í bikarnum og situr hjá í næstu umferð. Sigurði fannst skipulagið á mótinu ansi sérstakt. „Mér finnst það afar sérstakt í lok móts að það skuli ekki vera leikur í þrjár vikur. Mér finnst það fáránlegt og það er ekkert lið sem myndi vilja það,“ sagði Sigurður að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvíkingar unnu níu stiga sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík 105-96. Leikurinn var í járnum en heimakonur tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta sem skilaði sigri. Fyrsti leikhluti fór vel af stað og var frábær skemmtun þar sem liðin skiptust á að vera með forystuna. Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur var allt í öllu hjá heimakonum og gerði ellefu stig í fyrsta leikhluta. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta 27-27. Vörn Keflavíkur varð þéttari í öðrum leihkluta sem Njarðvíkingar voru í vandræðum með. Gestirnir gerðu þrjár körfur í röð sem varð til þess að Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé í stöðunni 32-36. Leikhlé Einars breytti engu og Keflvíkingar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt sem varð til þess að Einar þurfti að brenna annað leikhlé tveimur og hálfri mínútu síðar. Eftir annað leikhlé Einars fór að ganga betur hjá Njarðvík og staðan var 50-52 í hálfleik. Keflvíkingar urðu fyrir blóðtöku undir lok fyrri hálfleiks þegar Jasmine Dickey sneri sig illa á ökkla og gat ekki haldið leik áfram. Í þriðja leikhluta náðu Keflvíkingar í rafmagnsgítarinn og skrúfuðu upp ákefðina. Gestirnir gerðu þrettán stig gegn aðeins tveimur og Einar Árni tók leikhlé í stöðunni 62-70. Njarðvíkingar létu þetta áhlaup Keflavíkur ekki slá sig út af laginu og heimakonur voru aðeins einu stigi undir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Njarðvíkingar tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta og gerðu þrettán stig gegn aðeins tveimur sem var ansi stór biti fyrir gestina. Keflvíkingar náðu að halda sér lifandi og minnkuðu muninn niður í fjögur stig undir lokin en Njarðvík hélt sjó og vann að lokum 105-96. Atvik leiksins Undir lok fyrri hálfleiks urðu Keflvíkingar fyrir blóðtöku þegar Jasmine Dickey missteig sig og gat ekki haldið leik áfram. Hún hafði spilað virkilega vel og gert 16 stig og tekið 4 fráköst á átján mínútum. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur, var venju samkvæmt allt í öllu. Hún gerði 30 stig og gaf 15 stoðsendingar. Emilie Sofie Hesseldal var einnig með tvöfalda tvennu en hún gerði 23 stig og tók 17 fráköst. Bríet Sif Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, spilaði tæplega ellefu mínútur og hún hefði getað nýtt þær betur. Hún tók þrjú skot og klikkaði úr þeim öllum og með hana inni á vellinum tapaði Keflavík þeim mínútum með ellefu stigum. Dómararnir [5] Dómarar kvöldsins voru Bjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem og Sigurbaldur Frímannsson. Leikurinn var mjög illa dæmdur og bæði lið mega vera ósátt. Línan var afar óskýr en dómgæslan hafði þó ekki úrslitaáhrif. Stemning og umgjörð Það var frábær mæting í IceMar-höllina og stuðningsmenn Njarðvíkur létu vel í sér heyra. Ljósin voru slökkt þegar heimaliðið var kynnt og bæði stemningin og umgjörðin minnti mann á úrslitakeppnina. „Afar sérstakt í lok móts að það skuli ekki vera leikur í þrjár vikur“ Sigurður Ingimundarson KeflavíkVísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap í hörkuleik gegn Njarðvík í IceMar-höllinni. „Leikurinn fór frá okkur í síðari hluta seinni hálfleiks. Þær skoruðu allt of mikið nálægt körfunni og við vorum í vandræðum með þær,“ sagði Sigurður eftir leik. Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla og Sigurður viðurkenndi að það munaði um að missa hana. „Varnarlega skipti það miklu máli þar sem við vorum búin að leggja leikinn ákveðið upp og það riðlaðist við þetta en þær gerðu vel hjá mér á löngum tíma en það riðlaðist síðan illa.“ Sigurður var ekki ánægður með byrjun liðsins í fjórða leikhluta þar sem Njarðvík gerði þrettán stig á meðan Keflavík gerði aðeins tvö stig. „Það var óöryggi hjá okkur og það var eins og engin vildi skjóta sem hefur ekki verið að hrjá okkur en þær löguðu það og gerðu mjög vel í að koma sér inn í leikinn en síðan var þetta aðeins of mikið sem þær fengu undir körfuna okkar.“ Keflavík er komið í þriggja vikna pásu þar sem liðið er úr leik í bikarnum og situr hjá í næstu umferð. Sigurði fannst skipulagið á mótinu ansi sérstakt. „Mér finnst það afar sérstakt í lok móts að það skuli ekki vera leikur í þrjár vikur. Mér finnst það fáránlegt og það er ekkert lið sem myndi vilja það,“ sagði Sigurður að lokum.