„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. mars 2025 21:39 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum fyrr í vetur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira