„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:48 Mikael Nikulásson er ekki hrifinn af því sem er í gangi í Keflavík þar sem Íslendingarnir eru settir til hliðar. Hér má sjá Igor Maric og NBA leikmanninn Ty-Shon Alexander. Vísir/Hulda Margrét Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima. „Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
„Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira