„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:48 Mikael Nikulásson er ekki hrifinn af því sem er í gangi í Keflavík þar sem Íslendingarnir eru settir til hliðar. Hér má sjá Igor Maric og NBA leikmanninn Ty-Shon Alexander. Vísir/Hulda Margrét Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima. „Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum