Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2025 12:32 DeAndre Kane og Michael Craion hafa sett svip sinn á íslenskan körfubolta. vísir/hulda margrét DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR. Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41