Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. mars 2025 12:18 Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun