Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. mars 2025 12:18 Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Sjá meira
Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun