Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar 4. mars 2025 09:30 Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar