Hefndi kossins með kossi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. mars 2025 21:18 Adrien Brody og Halle Berry hafa nú kysst í tvígang í kringum Óskarsverðlaunin. Getty Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira