Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2025 15:16 Ragnar Þór telur fyrirhugað bann Ásthildar Lóu Þórsdóttur við farsímanotkun grunnskólabarna algjörlega út í hött, hann mun ekki hlýða. vísir/Sigurjón/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, fordæmir fortakslaust áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna- og menntamálaráðherra, um bann við snjallsímum í grunnskólum landsins. „Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr. Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr.
Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira