Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 08:37 Fjölskylda í Jabaliya á Gasa brýtur föstu á fyrsta degi Ramadan. AP/Jehad Alshrafi Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira