Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2025 14:32 Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kýr Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun