Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2025 15:32 Ólafur var hissa á að heyra af því að hjólið sem átti að vera í bakgarðinum var komið í höfnina. Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi. „Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“ Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
„Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“
Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira