Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:46 Steinn Jóhannsson sviðstjóri segir borgina virða skuldbindingu sína frá 2022 um að aðstoða Hjalla við að finna nýtt húsnæði. Samsett Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans. Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43