Flokki fólksins einum refsað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. vísir/Anton Brink Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“ Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“
Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent