Innlent

Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögregla kom á vettvang og hafði samband við framkvæmdastjóra Bygg.
Lögregla kom á vettvang og hafði samband við framkvæmdastjóra Bygg. aðsend

Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. 

Þetta segir Atli Geir Gunnarsson, verkefna- og byggingastjóri hjá BYGG, í samtali við fréttastofu. Sendiferðabíllinn hafi verið kyrrstæður þegar keyrt var aftan á hann og Vaka muni fljótlega draga bifreiðina upp úr Reykjavíkurtjörn. 

„Það voru engin slys á okkar mannskap eða neitt svoleiðis og enginn að keyra, eftir því sem ég best veit. Ég veit allavega að maðurinn sem var á bílnum var bara á Oddfellow-fundi og var ekki í bílnum þegar þetta gerðist,“ segir Atli. Hann viti ekki hvernig fór fyrir hinum ökumanninum. 

Oddfellowhúsið er í Vonarstræti, skammt frá staðnum þar sem óhappið átti sér stað. 

Atli telur að miklar skemmdir hafi orðið á bílnum.aðsend
Beygla sást á annarri bifreið sem stóð við Tjarnargötu.Aðsend
Ljósastaur á staðnum virðist hafa orðið fyrir einhverjum skemmdum.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×