Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2025 10:10 Starmer er kominn til Washington og ávarpaði viðstadda í sendiherrabústaðnum. AP/Carl Court Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar. Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira