Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 08:31 Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun