Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 14:48 Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar