Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 14:48 Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun