Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 15:01 Eva og Davíð hafa búið í tvö ár á Tenerife. „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira