Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir og #2459 skrifa 25. febrúar 2025 14:46 Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Bifhjól Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun