Segir Selenskí á leið til Washington Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 18:57 Emmanuel Macron og Donald Trump, forsetar Frakklands og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í dag. AP/Ludovic Marin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Eins og frægt er hefur Trump krafist þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Selenskí hefur hingað til neitað því að skrifa undir samkomulag við Bandaríkin. Hefur hann meðal annars vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Þá hefur hann einnig gagnrýnt að Bandaríkjamenn vilji ekki veita neins konar öryggistryggingar með samkomulaginu og sagt að hann muni ekki skrifa undir samkomulag sem skuldsetji komandi kynslóðir Úkraínumanna. Í færslu sem hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, talaði Trump um „tugi milljarða dala og hergögn“ sem Úkraínumenn hafa fengið, í stað fimm hundruð milljarða dala. Hann sagðist einnig hafa átt í „alvarlegum“ viðræðum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um það að binda enda á stríðið og umfangsmikil viðskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hann sagði þær viðræður ganga vel. You called Zelensky a dictator. Would you use the same words regarding Putin?Trump: I don't use those words lightly. pic.twitter.com/rHfTOR3jYO— Clash Report (@clashreport) February 24, 2025 Greiddu atkvæði með Rússum og Norður-Kóreu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Úkraínu og Evrópusambandsins þar sem þess var krafist að Rússar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. Erindrekar 93 ríkja greiddu atkvæði með ályktuninni, 65 sátu hjá en átján greiddu atkvæði á móti. Meðal þeirra sem sögðu nei voru Norður-Kórea, Rússland, Belarús, Ungverjaland og Ísrael. Kína, Íran og Kúba voru meðal þeirra sem sátu hjá. Sjá einnig: Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Bandaríkjamenn lögðu fram eigin ályktun þar sem fjallað var um að binda enda á stríðið í Úkraínu og Rússlandi en þar var ekki tekið fram að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Þeirri ályktun var hafnað. Trump hefur sagt berum orðum að hann telji Úkraínumenn, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið bera ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Sjá einnig: Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Trump og erindrekar hans hafa sagt að ríki Evrópu muni koma að því að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar. Bandaríkjamenn muni ekki koma þar nærri og ítrekaði hann það í dag. Hann sagðist hafa rætt málið við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að hann hafi ekki sett sig gegn því að evrópskir hermenn yrðu sendir til Úkraínu ef og þegar stríðinu lýkur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er í Washington þar sem hann fundaði með Trump í dag. Hann sagði að Frakkar og Bretar hefðu rætt sín á milli um áætlun um að senda hermenn til Úkraínu eftir stríðið. Þeir gætu tekið þátt í því að tryggja öryggi. Trump: So you understand, Europe is loaning the money to Ukraine. They get their money back.Macron: No… To be frank, we paid 60% of the total before.. pic.twitter.com/IkFVhD7fyj— Acyn (@Acyn) February 24, 2025 Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49 Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Eins og frægt er hefur Trump krafist þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Selenskí hefur hingað til neitað því að skrifa undir samkomulag við Bandaríkin. Hefur hann meðal annars vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Þá hefur hann einnig gagnrýnt að Bandaríkjamenn vilji ekki veita neins konar öryggistryggingar með samkomulaginu og sagt að hann muni ekki skrifa undir samkomulag sem skuldsetji komandi kynslóðir Úkraínumanna. Í færslu sem hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, talaði Trump um „tugi milljarða dala og hergögn“ sem Úkraínumenn hafa fengið, í stað fimm hundruð milljarða dala. Hann sagðist einnig hafa átt í „alvarlegum“ viðræðum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um það að binda enda á stríðið og umfangsmikil viðskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hann sagði þær viðræður ganga vel. You called Zelensky a dictator. Would you use the same words regarding Putin?Trump: I don't use those words lightly. pic.twitter.com/rHfTOR3jYO— Clash Report (@clashreport) February 24, 2025 Greiddu atkvæði með Rússum og Norður-Kóreu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Úkraínu og Evrópusambandsins þar sem þess var krafist að Rússar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. Erindrekar 93 ríkja greiddu atkvæði með ályktuninni, 65 sátu hjá en átján greiddu atkvæði á móti. Meðal þeirra sem sögðu nei voru Norður-Kórea, Rússland, Belarús, Ungverjaland og Ísrael. Kína, Íran og Kúba voru meðal þeirra sem sátu hjá. Sjá einnig: Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Bandaríkjamenn lögðu fram eigin ályktun þar sem fjallað var um að binda enda á stríðið í Úkraínu og Rússlandi en þar var ekki tekið fram að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Þeirri ályktun var hafnað. Trump hefur sagt berum orðum að hann telji Úkraínumenn, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið bera ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Sjá einnig: Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Trump og erindrekar hans hafa sagt að ríki Evrópu muni koma að því að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar. Bandaríkjamenn muni ekki koma þar nærri og ítrekaði hann það í dag. Hann sagðist hafa rætt málið við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að hann hafi ekki sett sig gegn því að evrópskir hermenn yrðu sendir til Úkraínu ef og þegar stríðinu lýkur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er í Washington þar sem hann fundaði með Trump í dag. Hann sagði að Frakkar og Bretar hefðu rætt sín á milli um áætlun um að senda hermenn til Úkraínu eftir stríðið. Þeir gætu tekið þátt í því að tryggja öryggi. Trump: So you understand, Europe is loaning the money to Ukraine. They get their money back.Macron: No… To be frank, we paid 60% of the total before.. pic.twitter.com/IkFVhD7fyj— Acyn (@Acyn) February 24, 2025
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49 Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36
Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56
Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49
Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07