Enski boltinn

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
Jim Ratcliffe og Omar Berrada á Manchester-slagnum 15. desember síðastliðinn. Þeir freista þess að rétta við gengi United, innan sem utan vallar.
Jim Ratcliffe og Omar Berrada á Manchester-slagnum 15. desember síðastliðinn. Þeir freista þess að rétta við gengi United, innan sem utan vallar. Getty/Robbie Jay Barratt

Enska knattspyrnufélagið Manchester United tilkynnti í dag að 150-200 starfsmönnum til viðbótar yrði sagt upp, til að rétta af rekstur félagsins eftir mikið tap síðustu ár.

United hefur ekki aðeins verið að tapa innan vallar, líkt og staða liðsins í 15. sæti úrvalsdeildarinnar gefur til kynna, því fjárhagslegur rekstur félagsins hefur verið í sama takti.

Félagið tilkynnti í dag áfram yrði ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til þess að snúa við rekstrinum og að liður í því væri fækkun starfa um um það bil 150-200 stöðugildi.

Þessar uppsagnir bætast við 250 manna hópuppsögn síðasta sumar.

„Við höfum tapað peningum á hverju ári síðustu fimm ár í röð. Svona getur þetta ekki haldið áfram,“ segir Omar Berrada, framkvæmdastjóri United, í tilkynningu á vef félagsins.

Félagið hefur staðið í umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum frá því að breski auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe eignaðist 25 prósenta hlut í félaginu og tók yfir knattspyrnurekstur þess, í von um bætt gengi innan vallar sem ekki hefur skilað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×